Samfélag og umhverfi
Búseta er umhugað um að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum en Græn Búseta er hugtak sem félagið notar yfir vistvænar áherslur í rekstri sínum. Þær áherslur teygja sig víða þegar kemur að starfseminni.
Við höfum valið heimsmarkmiðin Aukinn jöfnuður – Sjálfbærar borgir og samfélög – Heilsa og vellíðan – Ábyrg neysla – Sjálfbær orka og samræmt þau við stefnu okkar í umhverfismálum.
Með umhverfisáherslum Búseta stuðlum við að því að íbúar búi í heilnæmu húsnæði en það er beinn ávinningur félagsins að tryggja góð umhverfisgæði og vellíðan íbúa. Í allri starfsemi Búseta er horft til frambúðar. Slík langtímahugsun er ekki gerleg án ríkulegrar umhverfisvitundar.
UMHVERFISSTEFNA BÚSETA
Búseti starfar með sjálfbærni að leiðarljósi og leggur áherslu á að draga úr kolefnisspori félagsins og leggja sitt að mörkum til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.
Skýrsla og áritun framkvæmdastjóra vegna sjálfbærniuppgjörs Búseta fyrir árið 2020 er í samræmi við ESG-leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út á árinu 2019, leiðbeiningum sem settar voru fram árið 2015 af sameinuðu Þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standard (e. Global Reporting Initiative, GRI100-400) og meginviðmið (e. Reporting Principles, P1-10) alþjóðasáttmála Sameinuðu Þjóðanna (United Nations Global Compact, UNGC).
Búseti notar stafræna tækni til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga sem tengjast umhverfismálum. Með því að haga starfsemi Búseta á samfélagslega ábyrgan hátt látum við gott af okkur leiða um leið og við stuðlum að heilbrigðum vexti sem er til hagsbóta fyrir félagsmenn og samfélagið í heild.
Framkvæmdastjóri staðfestir hér með sjálfbærniuppgjör félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2020 með undirritun sinni.
Reykjavík, 9. apríl 2021.
Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri, Búseti hsf.
Áritunaraðili: Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson
Verkefnastjóri: Kristinn Logi Auðunsson
Við höfum aðstoðað við gerð sjálfbærniuppgjörs Búseta fyrir árið 2020. Uppgjörið byggir á þeim upplýsingum sem umhverfishugbúnaður félagsins, Klappir, hefur safnað saman yfir árið.
Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfisþætti Búseta. Við höfum skipulagt og hagað okkar vinnu í samræmi við leiðbeiningar Nasdaq frá 2019 og meginreglur Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðinnar (Relevance, Accuracy, Completeness, Consistency, Transparency).
Klappir safnar gögnum eins örugglega frá upprunastað gagna og núverandi tækni leyfir. Losun gróðurhúsalofttegunda er reiknuð í tCO2í og birt í umhverfisuppgjöri þessu.
Ég staðfesti hér með, með undirskrift minni, að þau gögn Búseta og birgja þess sem birt eru í sjálfbærniuppgjöri þessu fyrir tímabilið 1. janúar 2018 til 31. desember 2020, hafa verið yfirfarin og metin eftir bestu vitund. Gögn tengd félagslegum þáttum og stjórnarháttum voru ekki yfirfarin af Klöppum. Klappir bera ekki ábyrgð á fjárfestingaákvörðunum teknum á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér birtast.
Reykjavík, 9. apríl 2021
Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson Forstjóri, Klappir grænar lausnir hf.
Um fyrirtækið
Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd, rekið án hagnaðarsjónarmiða og í eigu félagsmanna hverju sinni. Markmið félagsins er að stula að öruggum búsetukostum þar sem unnið er að hagsmunum félagsmanna með sjálfbærni og langtímahugsun að leiðarljósi. Eignasafn félagsins telur 1.043 fasteignir víðast hvar um höfuðborgarsvæðið.
Skipulagsmörk (e. Organizational Boundaries)
Við gerð losunaruppgjörs Búseta hefur „Operational Control“ aðferðafræðin orðið fyrir valinu en samkvæmt henni gerir fyrirtæki grein fyrir allri losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur yfirráð yfir. Fyrirtækið gerir ekki grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur ekki yfirráð yfir þrátt fyrir að það eigi hagsmuna að gæta af rekstri þeirra.
Innan skipulagsmarka uppgjörsins fellur, auk Búseta hsf., Leigufélag Búseta ehf.
Rekstrarmörk (e. Operational Boundaries)
Innan rekstrarmarka Búseta er losun í umfangi 1 vegna eldsneytisnotkunar bifreiða í rekstri og/eða eigu félagsins og í umfangi 2 fyrir heitavatns- og rafmagnsnotkun í höfuðstöðvum félagsins. Þeir þættir, sem taldir eru fram í umfangi 3 í uppgjöri Búseta, eru losun vegna meðhöndlunar á úrgangi frá höfuðstöðvum félagsins og vinnutengdra flugferða starfsmanna.
Utan þessa uppgjörs stendur eignasafn Búseta, en uppgjörið nær einungis utan um kjarnastarfsemi félagsins.
Viðmiðunarár
Viðmiðunarár Búseta er 2019.
Kolefnisuppgjör (E1): Sjálfbærniuppgjör Búseta 2020 inniheldur fyrsta kolefnisbókhald félagsins, en bókhaldið nær aftur til ársins 2018. Losun félagsins nam 18,2 tonnum koltvísýringsígilda (tCO2í). Náð var að fullu utan um kjarnarekstur félagsins, en unnið verður að því í framhaldinu að ná utan um losun í eignasafni Búseta.
Losunarkræfni (E2): Losunarkræfni tekna var 6,6 kgCO22í/milljón ISK árið 2020, en það er 31,3% lækkun frá grunnári. Losunarkræfni á fermetrastærð eignasafns var 0,2 kgCO22í/m2, en það er 16,7% lækkun frá grunnári.
Orkunotkun (E3): Heildarorkunotkun Búseta nam 151.768 kWst. Orkunotkun samanstendur af rafmagns-, heitavatns-, og eldsneytisnotkun. Óbein orkunotkun vegna rafmagns og heitavatnsnotkunar nam 81.739 kWst.
Vatnsnotkun (E6): Heildarvatnsnotkun Búseta var 1.246 m3. Þar af var 1.121 m3 notkun á heitu vatni.
Kolefnisjöfnun: Búseti hefur kolefnisjafnað kjarnarekstur sinn með mótvægisaðgerðum með fjárfestingu í skógrækt á vegum Kolviðar. Samtals mótvægisaðgerðir jafngilda 18,2 tCO2í.
Rekstrarbreytur | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|---|
Heildartekjur | m. ISK | 2.488,31 | 2.186,47 | 2.740,98 |
Eignir alls | m. ISK | 42.274,39 | 46.550,89 | 52.028,96 |
Eigið fé alls | m. ISK | 15.102,23 | 16.714,46 | 19.472,04 |
Fjöldi stöðugilda | starfsgildi | 13 | 13,7 | 14,4 |
Heildarrými fyrir eigin rekstur | m² | 420,6 | 420,6 | 420,6 |
Heildarrými eignasafns | m² | 87.505 | 88.813 | 92.792 |
Heildarfjöldi eigna í eignasafni | fjöldi | 945 | 1.112 | 1.043 |
Árangursmælikvarði félags | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|---|
Losunarkræfni starfsmanna | kgCO₂í/stöðugildi | 1.071 | 1.524,7 | 1.264,3 |
Þróun losunarkræfni starfsmanna | % | 100% | 142,4% | 118% |
Losunarkræfni tekna | kgCO2í/milljón ISK | 5,6 | 9,55 | 6,64 |
Þróun losunarkræfni tekna | % | 100% | 170,7% | 118,7% |
Losunarkræfni á hvern fermetra eignasafns | kgCO₂í/m² | 0,16 | 0,24 | 0,2 |
Þróun losunarkræfni á fermetra eignasafnsins | % | 100% | 147,8% | 123,3% |
Losunarkræfni á fjölda búsetueigna | kgCO₂í/fjöldi | 14,7 | 18,8 | 17,5 |
Þróun losunarkræfni á fjölda búsetueigna | % | 100% | 127,5% | 118,5% |
Losun gróðurhúsalofttegunda | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Umfang 1 | tCO₂í | 12,6 | 18 | 17,2 |
Umfang 2 (landsnetið) | tCO₂í | 0,7 | 0,7 | 0,7 |
Umfang 3 | tCO₂í | 0,6 | 2,2 | 0,3 |
Kolefnisspor án mótvægisaðgerða | tCO₂í | 13,9 | 20,9 | 18,2 |
Samtals mótvægisaðgerðir | tCO₂í | 0 | 0 | 18,2 |
Kolefnisspor með mótvægisaðgerðum | tCO₂í | 13,9 | 20,9 | 0 |
E1|UNGC: P7|GRI 305-1,305-2,305-3|SASB: General Issue / GHG Emissions|TCFD: Metrics & Targets | ||||
Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Losunarkræfni orku | kgCO₂í/MWst | 112,4 | 141,7 | 120 |
Losunarkræfni starfsmanna | tCO₂í/stöðugildi | 1,07 | 1,52 | 1,26 |
Losunarkræfni tekna | kgCO2í/milljón ISK | 5,6 | 9,55 | 6,64 |
Losunarkræfni á hvern fermetra | kgCO₂í/m² | 33,1 | 49,66 | 43,28 |
Losunarkræfni á hvern fermetra eignasafns | kgCO₂í/m² | 0,16 | 0,24 | 0,2 |
Losunarkræfni á fjölda búsetueigna | kgCO₂í/fjöldi | 14,7 | 18,8 | 17,5 |
E2|UNGC: P7, P8|GRI 305-4 |SDG: 13|SASB: General Issue / GHG Emissions, Energy Management | ||||
Orkunotkun | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Heildarorkunotkun | kWst | 123.864 | 147.396 | 151.768 |
Þar af orka frá jarðefnaeldsneyti | kWst | 49.476 | 71.003 | 70.029 |
Þar af orka frá rafmagni | kWst | 16.852 | 16.711 | 16.721 |
Þar af orka frá heitu vatni | kWst | 57.536 | 59.682 | 65.018 |
Bein orkunotkun | kWst | 49.476 | 71.003 | 70.029 |
Óbein orkunotkun | kWst | 74.388 | 76.393 | 81.739 |
E3|UNGC: P7, P8|GRI 302-1, 302-2|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management | ||||
Orkukræfni | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Orkukræfni starfsmanna | kWst/stöðugildi | 9.528 | 10.759 | 10.539 |
Orkukræfni veltu | kWst/milljón ISK | 49,8 | 67,4 | 55,4 |
Orkukræfni á fermetra | kWst/m² | 294,5 | 350,4 | 360,8 |
E4|UNGC: P7, P8|GRI 302-3|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management | ||||
Samsetning orku | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Jarðefnaeldsneyti | % | 39,9% | 48,2% | 46,1% |
Kjarnorka | % | 0% | 0% | 0% |
Endurnýjanleg orka | % | 60,1% | 51,8% | 53,9% |
E5|GRI 302-1|SDG: 7|SASB: General Issue / Energy Management | ||||
Vatnsnotkun | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Samtals vatnsnotkun | m³ | 1.100 | 1.166 | 1.246 |
Kalt vatn | m³ | 108 | 137 | 125 |
Heitt vatn | m³ | 992 | 1.029 | 1.121 |
E6|GRI: 303-5|SDG: 6|SASB: General Issue / Water & Wastewater Management | ||||
Umhverfisstarfsemi | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi? | já/nei | Nei | Nei | Nei |
E7|GRI: 103-2|SASB: General Issue / Waste & Hazardous Materials Management | ||||
Loftslagseftirlit / stjórn | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu? | já/nei | Já | Já | Já |
E8|GRI: 102-19, 102-20, 102-29, 102-30, 102-31|SASB: General Issue / Business Model Resilience, Systematic Risk Management|TCFD: Governance (Disclosure A) | ||||
Loftslagseftirlit / stjórnendur | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu? | já/nei | Já | Já | Já |
E9|GRI: 102-19, 102-20, 102-29, 102-30, 102-31|SASB: General Issue / Business Model Resilience, Systematic Risk Management|TCFD: Governance (Disclosure B) | ||||
Meðhöndlun úrgangs | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Samtals úrgangur | kg | 1.522 | 1.336 | 982 |
Þar af flokkaður úrgangur | kg | 469 | 528 | 531 |
Þar af óflokkaður úrgangur | kg | 1.053 | 808 | 451 |
Endurunnið / endurheimt | kg | 469 | 528 | 531 |
Urðun / förgun | kg | 1.053 | 808 | 451 |
Hlutfall flokkaðs úrgangs | % | 30,8% | 39,5% | 54,1% |
Hlutfall endurunnins úrgangs | % | 30,8% | 39,5% | 54,1% |
Úrgangskræfni | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Úrgangskræfni starfsmanna | kg/stöðugildi | 117,1 | 97,5 | 68,2 |
Úrgangskræfni veltu | kg/milljón ISK | 0,6 | 0,6 | 0,4 |
Viðskiptaferðir | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Losun vegna viðskiptaferða | tCO₂í | - | 1,7 | - |
Flug | tCO₂í | - | 1,7 | - |
Ferðir starfsmanna til og frá vinnu | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Endurgreiðir fyrirtækið vistvænan ferðamáta starfsmanna? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Helstu orkugjafar | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Samtals eldsneytisnotkun í lítrum | lítrar | 5.021,8 | 7.283,3 | 7.231,7 |
Bensín | lítrar | 1.301,6 | 2.683 | 3.161 |
Dísilolía | lítrar | 3.720,1 | 4.600,3 | 4.070,7 |
Samtals eldsneytisnotkun í kg | kg | 4.138,3 | 5.922,5 | 5.830,8 |
Bensín | kg | 976,2 | 2.012,3 | 2.370,8 |
Dísilolía | kg | 3.162,1 | 3.910,2 | 3.460,1 |
Mótvægisaðgerðir | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Samtals mótvægisaðgerðir | tCO₂í | 0 | 0 | 18,2 |
Mótvægisaðgerðir með skógrækt | tCO₂í | 0 | 0 | 18,2 |
Mótvægisaðgerðir með endurheimt votlendis | tCO₂í | 0 | 0 | 0 |
Aðrar mótvægisaðgerðir | tCO₂í | 0 | 0 | 0 |
Kolefnisgjöld | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Kolefnisgjald, gas- og dísilolía | ISK/lítra | 9,45 | 10,4 | 11,45 |
Kolefnisgjald, bensín | ISK/lítra | 8,25 | 9,1 | 10 |
Kolefnisgjald, eldsneyti | ISK/kg | 11,65 | 12,8 | 14,1 |
Kolefnisgjald, hráolía o.s.frv. | ISK/kg | 10,35 | 11,4 | 12,55 |
Samtals kolefnisgjald (ESR) | ISK | 45.893,66 | 72.258,38 | 78.219,26 |
Launahlutfall forstjóra | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Laun og bónusgreiðslur forstjóra (X) sem hlutfall af miðgildi launa starfsmanna í fullu starfi | X:1 | 2,43 | 2,34 | 2,32 |
Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtækinu þínu í skýrslugjöf til yfirvalda? | já/nei | Nei | Nei | Nei |
S1|UNGC: P6|GRI 102-38 | ||||
Launamunur kynja | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Miðgildi heildarlauna karla (X) sem hlutfall af miðgildi heildarlauna kvenna | X:1 | 1,19 | 1,33 | 1,17 |
Niðurstaða jafnlaunavottunar | % | - | - | - |
S2|UNGC: P6|GRI: 405-2 | SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion | ||||
Starfsmannavelta | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Starfsmenn í fullu starfi | ||||
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi | % | 0% | 7,3% | 6,9% |
Kyn | ||||
Karlar | % | 43,9% | 0% | 14,5% |
Konur | % | 0% | 14,4% | 0% |
Aldur | ||||
<20 | % | 0% | 0% | 0% |
20-29 | % | 0% | 0% | 0% |
30-39 | % | 0% | 0% | 0% |
40-49 | % | 18% | 17% | 20% |
50-59 | % | 0% | 0% | 0% |
60-69 | % | 0% | 0% | 0% |
70+ | % | 100% | 0% | 0% |
S3|UNGC: P6|GRI: 401-1b|SDG: 12|SASB: General Issue / Labor Practices | ||||
Kynjafjölbreytni | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Starfsmannafjöldi | ||||
Hlutfall kvenna í fyrirtækinu | % | 50% | 46% | 43% |
Konur | fjöldi | 6 | 6 | 6 |
Karlar | fjöldi | 6 | 7 | 8 |
Yfirmenn og stjórnendur | ||||
Hlutfall kvenna í stöðu yfirmanna og stjórnenda | % | 67% | 50% | 50% |
Konur | fjöldi | 2 | 2 | 2 |
Karlar | fjöldi | 1 | 2 | 2 |
S4|UNGC: P6|GRI: 102-8, 405-1|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion | ||||
Hlutfall tímabundinna starfskrafta | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Stöðugildi | fjöldi | - | - | - |
Prósenta starfsmanna í hlutastarfi | % | - | - | - |
Prósenta verktaka og/eða ráðgjafa | % | - | - | - |
S5|GRI: 102-8|UNGC: P6 | ||||
Aðgerðir gegn mismunun | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti? | já/nei | Já | Já | Já |
S6|UNGC: P6|GRI: 103-2 (see also: GRI 406: Non-Discrimination 2016)|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion | ||||
Vinnuslysatíðni | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Heildarfjöldi áverka og banaslysa sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna | % | 0% | 0% | 0% |
S7|GRI: 403-9|SDG: 3|SASB: General Issue / Employee Health & Safety | ||||
Hnattræn heilsa og öryggi | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt vinnuverndarstefnu og/eða heildrænni heilsu- og öryggisstefnu? | já/nei | Nei | Já | Já |
Heildarfjarvera frá vinnu sem hlutfall af vinnustundum allra starfsmanna | X:1 | - | - | - |
Fjarvera frá vinnu vegna langvarandi veikinda (X) sem hlutfall af vinnustundum allra starfsmanna | X:1 | - | - | - |
Fjarvera vegna skammtímaveikinda (X) sem hlutfall af vinnustundum allra starfsmanna | X:1 | - | - | - |
S8|GRI: 103-2 (See also: GRI 403: Occupational Health & Safety 2018)|SDG: 3|SASB: General Issue / Employee Health & Safety | ||||
Barna- og nauðungarvinna | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn barnaþrælkun? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn nauðungarvinnu? | já/nei | - | - | Já |
Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda? | já/nei | - | - | Já |
S9|GRI: 103-2 (See also: GRI 408: Child Labor 2016, GRI 409: Forced or Compulsory Labor, and GRI 414: Supplier Social Assessment 2016)|UNGC: P4, P5|SDG: 8|SASB: General Issue / Labor Practices | ||||
Mannréttindi | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt mannréttindastefnu? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda? | já/nei | - | - | Já |
S10|GRI: 103-2 (See also: GRI 412: Human Rights Assessment 2016 & GRI 414: Supplier Social Assessment 2016)|UNGC: P1, P2|SDG: 4, 10, 16| SASB: General Issue / Human Rights & Community Relations | ||||
Kynjahlutfall í stjórn | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Hlutfall kvenkyns stjórnarmeðlima (samanborið við karla) | % | 40% | 40% | 40% |
Hlutfall kvenkyns nefndarformanna (samanborið við karla) | % | - | - | - |
G1|GRI 405-1|SDG: 10|SASB: General Issue / Employee Engagement, Diversity & Inclusion (See also: SASB Industry Standards) | ||||
Óhæði stjórnar | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku? | já/nei | Já | Já | Já |
Hlutfall óháðra stjórnarmanna | % | 100% | 100% | 100% |
G2|GRI: 102-23, 102-22 | ||||
Kaupaukar | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni? | já/nei | Nei | Nei | Nei |
G3|GRI: 102-35 | ||||
Kjarasamningar | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Hlutfall starfsmanna sem falla undir almenna kjarasamninga | % | 100 | 100 | 100 |
G4|UNGC: P3|SDG: 8|GRI: 102-41|SASB: General Issue / Labor Practices (See also: SASB Industry Standards) | ||||
Siðareglur birgja | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Ef svarið er já, hversu hátt hlutfall birgja hefur formlega staðfest að þeir fylgi siðareglunum? | % | - | - | - |
G5|UNGC: P2, P3, P4, P8|GRI: 102-16, 103-2 (See also: GRI 308: Supplier Environmental Assessment 2016 & GRI 414: Supplier Social Assessment 2016|SDG: 12|SASB General Issue / Supply Chain Management (See also: SASB Industry Standards) | ||||
Siðferði og aðgerðir gegn spillingu | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Ef já, hvaða hlutfall starfsmanna hefur formlega staðfest að það fylgi stefnunni? | % | - | - | - |
G6|UNGC: P10|SDG: 16|GRI: 102-16, 103-2 (See also: GRI 205: Anti-Corruption 2016) | ||||
Persónuvernd | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu? | já/nei | Já | Já | Já |
Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum? | já/nei | Já | Já | Já |
G7|GRI: 418 Customer Privacy 2016|SASB: General Issue / Customer Privacy, Data Security (See also: SASB Industry Standards) | ||||
Sjálfbærniskýrsla | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Birtir fyrirtækið sjálfbærniskýrslu? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni? | já/nei | Nei | - | - |
G8|UNGC: P8 | ||||
Starfsvenjur við upplýsingagjöf | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? | já/nei | Nei | Nei | Nei |
Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)? | já/nei | Nei | Nei | Já |
Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ? | já/nei | Nei | Nei | Nei |
G9|UNGC: P8 | ||||
Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila | Einingar | 2018 | 2019 | 2020 |
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila? | já/nei | Nei | Nei | Nei |
G10|UNGC: P8|GRI: 102-56 | ||||
Við útreikninga á umhverfisuppgjöri Búseta er stuðst við „The Greenhouse Gas Protocol“ sem er stöðluð aðferðafræði sem innleidd hefur verið af fjölda fyrirtækja um allan heim með góðum árangri. Búseti hefur lagt áherslu á að loftslagsverkefnið sé unnið innan ramma þeirra innlendu og alþjóðlegu laga og reglugerða sem snúa að umhverfismálum.
Bein og óbein losun gróðurhúsalofttegunda (E1)
The Greenhouse Gas Protocol skiptir losun upp í umfang 1, 2 og 3. Þetta er gert til að greina í sundur beina og óbeina losun.
Greint er frá losun gróðurhúsalofttegunda í tonnum af CO2 ígildum (tCO2í). Losun gróðurhúsalofttegunda er mæld í tonnum svokallaðra koltvísýringsígilda (tCO2í). Koltvísýringsígildi er mælieining sem lýsir því magni koltvísýrings sem hefur sama hnatthlýnunarmátt (e. GWP, global warming potential) og tiltekin blanda annarra gróðurhúsalofttegunda miðað við hundrað ára tímabil. Til að mynda jafngildir metan (CH4) u.þ.b. 25 koltvísýringsígildum og nituroxíð (N2O) u.þ.b. 298 koltvísýringsígildum.
Nettó kolefnislosun
Nettó kolefnislosun starfsemi sýnir nettó losun fyrirtækis með teknu tilliti til aðgerða til kolefnisjöfnunar.
Losunarkræfni (E2)
Tölur um losunarkræfni eru byggðar á samanlögðu umfangi 1, umfangi 2 (landsnetið) og umfangi 3. Losunarkræfni reiknast sem losun gróðurhúsalofttegunda á valda rekstrarþætti og er sett fram sem tCO2í á
einingu (svo sem tCO2í á móti heildartekjum). Mælikvarðarnir mæla og bera losun fyrirtækisins saman við stærð rekstrarins.
Bein og óbein orkunotkun (E3)
Heildarorkunotkun mælir alla orku sem nýtt er af fyrirtækinu, að meðtöldu því eldsneyti sem notað er á ökutæki fyrirtækisins (umfang 1) og orku frá rafveitum og heitu vatni (umfang 2). Orkunotkunin er sett fram í kílówattstundum (kWst).
Orkukræfni (E4)
Orkukræfni reiknast sem heildarorkunotkun deilt í valda rekstrarþætti og er sett fram sem kWst á einingu (svo sem kWst á starfsmann í fullu stöðugildi). Mælikvarðarnir eru notaðir til að mæla orkunýtni og bera orkunotkun fyrirtækisins saman við stærð rekstrarins.
Klappir grænar lausnir hf. 15
1) Útreikningar á losun vegna rafmagnsnotkunar byggjast á meðallosun frá framleiðslu rafmagns á Íslandi, sem birt er í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (Icelandic National Inventory Report) og er gefin út af Umhverfisstofnun.
2) Rafmagnsnotkun í höfuðstöðvum Búseta er áætluð miðað við hlutfall af heildarnotkun húsnæðisins miðað við fermetrafjölda, en Búseti deilir húsnæði með öðrum rekstri.
3) Heitavatnsnotkun í höfuðstöðvum Búseta er áætluð miðað við hlutfall af heildarnotkun húsnæðisins miðað við fermetrafjölda, en Búseti deilir húnsæði með öðrum rekstri.
4) Samkvæmt upprunaábyrgðum raforkusala, notaði Búseti 100% endurnýjanlega raforku árið 2020. Staðfesting á uppruna rafmagns frá raforkusala.
5) Umhverfisstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Umhverfisstefna Búseta.
6) Í umhverfisstefnu Búseta er fjallað sérstaklega um úrgangs- og orkumál.
7) Miðgildi launa karla sem hlutfall af miðgildi launa kvenna er 1,17. Hjá félaginu eru 15 starfsmenn og er hluti af þeim menntaður á sviði verkfræði, tæknifræði og byggingarfræði. Þessir starfsmenn eru almennt í hærri launaþrepum en aðrir starfsmenn félagsins. Í tilfelli Búseta þá eru karlar sem sinna þessum störfum og útskýrir að einhverju leyti launamun kynjanna. Miðgildi launa getur gefið skakka mynd þegar fáir eru á vinnustað. Þó svo að hlutfallið sé hátt þá gefur það ekki rétta mynd af jafnlaunastefnu félagsins. Ekki er mismunað í launum fyrir sambærileg störf hjá Búseta.
8) Stefna Búseta gegn einelti, áreitni og ofbeldi fjallar um kynferðislegt áreiti og kynbundið ofbeldi, ásamt því tekur mannréttinda- og mannauðsstefna Búseta fyrir hvers kyns kynbundna mismunun.
Stefna gegn einelti, áreitni og ofbeldi
Mannréttindi og mannauður
9) Heilsu- og öryggisstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins. Heilsu- og öryggisstefna
10) Í mannréttinda- og mannauðsstefnu Búseta, sem byggð er á 10 meginreglum Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumarkað, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu, er tekið fram að afnám allrar nauðungar-, þrælkunar-, og barnavinnu skuli vera tryggt.
11) Mannréttinda- og mannauðsstefna Búseta er aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Mannréttindi og mannauður
12) Siðareglur Búseta eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins.
Siðareglur
13) Persónuverndarstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins. Persónuverndarstefna