sam-moqadam-XCuElhXCva8-unsplash.jpeg

Fjárhagur

Uppgjör og lykiltölur

Vaxandi félag

Rekstrarniðurstaða ársins endurspeglar styrk Búseta

Byggingarverkefni á vegum Búseta á síðustu árum hafa fært félaginu margvísleg verðmæti. Ekki síst með aukinni flóru fasteigna sem félagsmönnum standa til boða á áhugaverðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nýbyggingarverkefni Búseta hafa staðist áætlanir hvað varðar tíma og fjárhag og standast tímans tönn þegar kemur að hönnun og útfærslu.

Þegar á reynir, eins og þegar Covid-19 stuðlaði að tekjumissi margra, bauð Búseti sínum félagsmönnum upp á úrræði til að mæta þessum óvæntu aðstæðum. Með þessum hætti sýnir Búseti samfélagsábyrgð í verki og vinnur með búseturéttarhöfum að lausnum á óvæntri áskorun.

Fjárhagur Búseta er traustur, virði eignasafnins hefur aukist og skuldsetning er hófleg. Rekstur Búseta gekk vel á árinu 2020 og er heildarniðurstaða ársins í samræmi við áætlanir og væntingar.

Starfshættir til fyrirmyndar

Árinu 2020 fór fram úttekt á starfsemi Búseta hvað varðar umhverfis- og félagsþætti og stjórnarhætti (UFS) í samstarfi við Reitun. Niðurstaða skýrslunnar leiddi í ljós að Búseti fékk 74 stig í UFS mati Reitunar sem er vel fyrir ofan meðaltal í samanburði við aðra innlenda útgefendur skuldabréfa sem hafa farið í gegnum UFS greiningu hjá Reitun. Meðaltalið sýnir heildareinkunn upp á 63 stig af 100 stigum mögulegum, eða B3. Félagið er fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við önnur innlend félög.

Sem fyrr er unnið af kostgæfni að stefnu og markmiðum félagsins um leið og varfærni er gætt. Hjá Búseta er auðlindum ráðstafað með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi um leið og lögð er áhersla á samlegðaráhrif við rekstur og byggingu fasteigna. Starfsemi og rekstur Búseta og Leigufélags Búseta þykir til fyrirmyndar og félögin meðal þeirra sem hlutu viðurkenningar frá CreditInfo og Viðskiptablaðinu á síðasta ári líkt og fyrri ár.

Lykiltölur úr rekstri


Eignir

Heildareignir Búseta aukast um 12% á milli ára og hafa tvöfaldast á síðastliðnum 5 árum.


Eignir og eigið fé

Eiginfjárhlutfall hefur aukist undanfarin ár og var 37,5% í árslok 2020 sem sýnir styrk samstæðunnar.



Rekstrarkostnaður
Þróun rekstrarkostnaðar samstæðu í samhengi við fjölgun eigna.

Lykiltölur samstæðureiknings

LYKILTÖLUR REKSTRAR 2020 2019
Rekstrartekjur 2.023.968 1.855.983
Tekjur vegna sölu búseturétta 663.787 297.506
Rekstrarkostnaður eigna -516.037 -490.132
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður -176.605 -172.695
Rekstrarafkoma 2.024.555 1.501.806
Matsbreyting 2.991.956 1.922.813
Fjármagnsliðir -1.557.264 -1.288.464
Afkoma ársins 2.757.578 1.612.235
LYKILTÖLUR EFNAHAGS 2020 2019
Fasteignir og lóðir 48.561.460 42.943.193
Nýbyggingar í vinnslu 2.618.175 3.176.757
Handbært og bundið fé 559.402 170.329
Heildareignir 52.028.957 46.550.895
Eigið fé 19.472.039 16.714.462
Skuldir við lánastofnanir 26.042.915 23.864.065
Eiginfjárhlutfall 37,4% 35,9%
Eignir samtals, breyting milli ára 12% 10%
Veðhlutfall 50% 51%